Home Fréttir Í fréttum Starfs­leyfi GAJA gefið út

Starfs­leyfi GAJA gefið út

177
0
GAJa, gas- og jarðgerðar­stöð SORPU. Ljós­mynd/​Aðsend

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gefið út starfs­leyfi fyr­ir GAJU, gas- og jarðgerðar­stöð SORPU bs. Leyfið gild­ir til 20. októ­ber 2036.

<>

Með til­komu GAJU verður urðun á líf­ræn­um úr­gangi frá heim­il­um á höfuðborg­ar­svæðinu hætt. Með vinnsl­unni í GAJA eru bæði ork­an og nær­ing­ar­efn­in sem fel­ast í líf­ræn­um heim­il­isúr­gangi end­ur­heimt og nær­ing­ar­efn­un­um skilað aft­ur inn í hringrás­ar­hag­kerfið, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Sorpu.

„Að hætta að urða líf­ræn­an úr­gang frá höfuðborg­ar­svæðinu er gríðar­stórt lofts­lags­mál sem dreg­ur úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um sem nem­ur 90.000 tonn­um af kolt­ví­sýr­ingi á ári. Það sam­svar­ar tæp­um 10% af mark­miðum stjórn­valda um sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir árið 2030,“ seg­ir enn­frem­ur.

Starfs­leyfi GAJU má nálg­ast á hér.

Heimild: Mbl.is