Lokað hefur verið fyrir umferð um Suðurlandsveg í austurátt við Kotströnd eftir að vörubíll valt á þriðja tímanum. Ökumaður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar en meiðsli hans eru talin minniháttar.
Haukur Grönli, varaslökkvliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir í samtali við Vísi að bílveltan hafi orðið við nýja vegkaflann á milli Hveragerðis og Selfoss, við Kotströnd.
Umferð sé lokað í austurátt en beint um Hvammsveg. Vörubíllinn var að flytja bik sem mun taka einhvern tíma að hreinsa.
Vörubíll fór einnig á hliðina eftir hádegið í gær í umdæmi Brunavarna Árnessýlu á aðrein frá Þrengslavegi til Reykjavíkur.
https://www.facebook.com/babubabu.is/photos/a.368272840050558/1456802261197605/?type=3
Heimild: Visir.is