Home Fréttir Í fréttum Hönnun á nýjum leikskóla í Skógarhverfi á Akranesi vekur athygli

Hönnun á nýjum leikskóla í Skógarhverfi á Akranesi vekur athygli

291
0
Tölvumynd: Batteríið arkitektar

Nýr leikskóli mun rísa í Skógarhverfi á næstu misserum. Gert er ráð fyrir 6 deildum í skólanum með möguleika á að stækka í 8 deildir ef þess gerist þörf.

<>

Gera má ráð fyrir að um 150 börn verði á Skógarsel þegar allar 6 deildirnar verða teknar í notkun og verður nýr skóli einn sá fjölmennasti á Akranesi.

Fyrstu myndir af nýja leikskólanum voru birtar í gær. Mikil vinna hefur verið lögð í að gott rými sé fyrir nemendur og starfsfólk.

Batteríið arkitektar, Landslag og Verkís koma að hönnun leikskólans ásamt Akraneskaupstað

Hér er stutt lýsing af nýja leikskólanum sem birt var á fésbókarsíðu Akrasels.

Fyrstu myndir af nýjum leikskóla sem er hannaður sem 6 deilda en með möguleika á stækkun í 8 deildir ef þarf. Sérstaklega mikil og góð vinna hefur farið fram um stærð og fyrirkomulag rýma og metnaður í allri hönnun af hálfu arkitekta og bæjarins. Tvær deildir og vinnurými kennara og aðstaða eru komin á aðra hæð og úti- leikrými á hluta af þakinu. Skábraut af deildum á annarri hæð út á lóðina þar sem tillaga er um rennibraut að hluta og undir skábrautinni eru ma. geymslur en þessi hönnun er að búa til skjól á lóðinni. Miðrými / salur í skólanum mun gefa honum flotta mynd þar sem lofthæð er mikil og tækifærin mörg.  Lyfta er við inngang skólans. Rými barna og starfsfólks hafa verið rýnd vel og mikið lagt upp úr því að gera vel þar.

 

Stefnt á að hefja framkvæmdir á þessu ári og verður jarðvegsskipti boðin út á þessu ári. Í framhaldi verður boðið út byggingin sjálf og sér útboð á lóðarfrágangi.

Heimild: Skagafrettir.is