Home Fréttir Í fréttum Leggja upp á stétt vegna bíla­stæðaeklu vegna fram­kvæmda

Leggja upp á stétt vegna bíla­stæðaeklu vegna fram­kvæmda

164
0
Íbúar hafa gripið til þess ráðs að leggja bíl­um upp á gang­stétt­ir og gras. Ljós­mynd/​Aðsend

Óánægju gæt­ir meðal íbúa á stúd­enta­görðum Bygg­inga­fé­lags náms­manna við Klaust­ur­stíg í Grafar­vogi vegna fram­kvæmda við bygg­ingu nýrra stúd­entag­arða á svæðinu.

<>

Verktaki hef­ur tekið und­ir sig um 70% af bíla­stæði íbúa til að at­hafna sig með þeim af­leiðing­um að mik­ill skort­ur er á bíla­stæðum.

Af þeim sök­um leggja íbú­ar bíl­um sín­um um all­ar triss­ur, á gang­stétt­um, gras­flöt­um og við inn­gang­inn að bíla­stæðinu, en starfs­menn bíla­stæðasjóðs hafa nokkr­um sinn­um sektað öku­menn fyr­ir að leggja á gras­inu.

Bald­ur Hrafn Hall­dórs­son er einn íbúa á stúd­enta­görðunum. Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann að íbú­ar séu ósátt­ir við sam­skipta­leysi bygg­inga­fé­lags­ins. Fram­kvæmd­ir við bygg­ingu nýrra blokka hóf­ust í sum­ar og viðbúið að þær standi næstu tvö árin.

Svo virðist sem íbú­ar þurfi að sætta sig við að vera án stærsta hluta bíla­stæðis­ins all­an þann tíma. Hann seg­ist hafa haft sam­band við verk­tak­ann til að spyrj­ast fyr­ir um þetta mál en ekki fengið nein svör af viti.

Íbúar í fimm blokk­um Bygg­inga­fé­lags náms­manna deila bíla­stæðinu og búa í þeim yfir 100 manns.

En er ein­hver lausn í stöðunni? Þarf verktak­inn ekki rými til að at­hafna sig?

„Það sem mér dett­ur helst í hug er að það væri hægt að koma upp tíma­bundnu mal­ar­bíla­stæði við Reyn­is­vatns­veg,“ seg­ir Bald­ur, en Reyn­is­vatns­veg­ur er um­ferðargat­an sem ligg­ur upp að Klaust­ur­stíg. Þar er mikið ónýtt land sem gæti vel rúmað bíla­stæði.

Bald­ur seg­ir að nauðsyn­legt sé að grípa til ein­hverra aðgerða til að leysa bíla­stæðavand­ann enda sé lítið um laus stæði í ná­grenn­inu. Næsta stóra bíla­plan sé við versl­un­ar­kjarn­ann hjá KFC og Krón­unni í 400-500 metra fjar­lægð.

Stór hluti bíla­stæðis­ins hef­ur verið girt­ur af fyr­ir verk­taka. Ljós­mynd/​Aðsend

Heimild: Mbl.is