Home Fréttir Í fréttum Þrír vildu stóra lóð á Fitjum í Reykjanesbæ

Þrír vildu stóra lóð á Fitjum í Reykjanesbæ

295
0
Mynd: Suðurnes.net

Þrjú tilboð bárust í eignir og stóra lóð Reykjanesbæjar við Njarðarbraut 20.

<>

Eignin var auglýst til sölu í ágúst og var óskað eftir tilboðum í eignirnar auk hugmynda um nýtingu á svæðinu.

Sérstaklega var horft til samspils áætlana við markmið fyrirhugaðs deiliskipulags á svæðinu, sem nú er í vinnslu.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í svari við fyrirspurn Suðurnes.net að þær hugmyndir sem bárust um nýtingu á lóðinni hafi verið mis langt á veg komnar.

Hann staðfesti einnig að viðræður væru hafnar við aðila um nýtingu á svæðinu.

Heimild: Suðurnes.net