Home Fréttir Í fréttum Bygg­ing nýs leik­skóla á Ak­ur­eyri á áætl­un

Bygg­ing nýs leik­skóla á Ak­ur­eyri á áætl­un

241
0
Haf­ist var handa við að reisa veggi á efri hæðinni í dag. Ljós­mynd/​Ak­ur­eyr­ar­bær

Fram­kvæmd­ir við nýja leik­skól­ann Klapp­ir við Gler­ár­skóla á Ak­ur­eyri ganga mjög vel. Fram­kvæmd­ir eru á áætl­un, en unnið er hörðum hönd­um að því að loka hús­inu á næstu vik­um svo hægt verði að nota há­vet­ur­inn í inni­vinnu.

<>

Þetta kem­ur fram á vef Ak­ur­eyr­ar­b æj­ar. 

Leik­skól­inn Klapp­ir verður alls um 1.450 fer­metr­ar á tveim­ur hæðum, með teng­ingu við Gler­ár­skóla og íþróttamiðstöð. Klapp­ir verða sjö deilda leik­skóli með 144 rým­um, þar af ung­barna­deild og er fyr­ir­hugað að bjóða börn­um leik­skóla­vist við 12 mánaða ald­ur.

Verk­leg­ar fram­kvæmd­ir voru boðnar út í heild sinni í byrj­un árs­ins og er verkið í hönd­um Bygg­ing­ar­fé­lags­ins Hyrnu.

Fyrsta skóflu­stunga var tek­in í apríl og hafa und­an­farn­ir mánuðir verið nýtt­ir vel. Stefnt er að verklok­um í ág­úst 2021. Áætlaður kostnaður við bygg­ingu leik­skól­ans er um einn millj­arður króna.

Heimild: Mbl.is