Home Fréttir Í fréttum 27.10.2020 Hreinsun þjóðvega á Suðursvæði 2021-2023

27.10.2020 Hreinsun þjóðvega á Suðursvæði 2021-2023

175
0

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í hreinsun þjóðvega á Suðursvæði 2021-2023. Verkið fellst í sópun meðfram kantsteinum og vegriðum, sópun hvinranda ásamt hreinsun grassvæða meðfram þjóðvegum með vélsópum, sugum og öðrum tækjum sem henta þykir.

<>

Helstu magntölur fyrir hvert ár eru:

  • Sópun meðfram kantasteinum                       339.411 m
  • Sópun meðfram vegriði                                   53.155 m
  • Sópun meðfram miðjuvegriði                           68.662 m
  • Þvottur og sópun hvinranda                           159.706 m
  • Þvottur á gatnamótum og umferðareyjum        34.340 m2

Verkinu skal að fullu lokið 30. mars 2023. Heimild er til framlengingar samnings í allt að tvö ár, eitt ár í senn.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með fimmudeginum 25. september 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 27. október 2020.

Sérstakur opnunarfundur verður ekki haldinn, en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildar tilboðsupphæð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.