Home Fréttir Í fréttum 440 íbúðir á sex þétt­ing­ar­reit­um

440 íbúðir á sex þétt­ing­ar­reit­um

212
0
Reit­irn­ir sex eru í Breiðholti, Árbæ, Bú­staðahverfi og Háa­leitis­hverfi. Kort/​Reykja­vík­ur­borg

Sam­tals 440 íbúðir gætu risið á sex þétt­ing­ar­reit­um í Reykja­vík verði til­lög­ur Reykja­vík­ur­borg­ar um breyt­ingu á aðal­skipu­lagi þess­ara sex reita samþykkt.

<>

Þrír reit­ir eru í Breiðholti og tengj­ast þeir einnig áform­um um breytt hverf­is­skipu­lag sem kynnt var í síðasta mánuði.

Þá er um að ræða reit við Vindás í Árbæ, ann­an við gatna­mót Miklu­braut­ar og Háa­leit­is­braut­ar og svo við Bú­staðaveg og Furu­gerði, þar sem lengi vel var Gróðrar­stöðin Græna­hlíð.

Til­lag­an að breyt­ing­unni hef­ur und­an­farið verið í aug­lýs­ingu, en ljóst er að ekki eru all­ir ná­grann­ar sátt­ir með það sem þar er lagt til.

Sex reit­ir og 440 íbúðir

Fyrsti reit­ur­inn sem um ræðir er Arn­ar­bakki í Breiðholti. Þar er horft til þess að stækka nú­ver­andi hver­fiskjarna og skil­greina reit und­ir íbúðarbyggð.

Auk at­vinnu­hús­næðis er þar gert ráð fyr­ir allt að 150 íbúðum og er sér­stak­lega tekið fram að þar á meðal verði nem­enda­í­búðir.

Í Arn­ar­bakka er fyr­ir­hugað að íbúðir rísi utan um versl­un og þjón­ustu Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Næsti reit­ur er Eddu­fell-Völvu­fell í Breiðholti. Er þar bæði horft til þess að stækka versl­un­ar- og þjón­ustu­svæði, en einnig íbúðabyggð upp á 150 íbúðir.

Í nú­ver­andi aðal­skipu­lagi hef­ur þar verið gert ráð fyr­ir allt að 50 íbúðum þannig að þetta væri fjölg­un upp á 100 íbúðir.

Þriðji reit­ur­inn er Rangár­sel í Breiðholti. Þar er líkt á hinum reit­un­um á und­an gert ráð fyr­ir stækk­un versl­un­ar- og þjón­ustu­svæðis, en auk þess að auka við mögu­legt bygg­ing­ar­magn íbúðabyggðar.

Í dag er í aðal­skipu­lagi heim­ild fyr­ir 10 íbúðum, en sam­kvæmt til­lög­unni gæti fjöld­inn farið upp í 100 íbúðir.

Fjórði reit­ur­inn er á horni Háa­leit­is­braut­ar og Miklu­braut­ar, rétt sunn­an við versl­un­ar­miðstöðina Miðbæ.

Þar er gert ráð fyr­ir í til­lög­unni 3-5 hæða fjöl­býli með 50 íbúðum, en í dag er þar óbyggður reit­ur.

Fimmti reit­ur­inn er á milli Bú­staðaveg­ar og Furu­gerði í Bú­staðahverfi. Er bæði um að ræða reit þar sem Gróðrar­stöðin Græna­hlíð var áður og reit­inn þar við hliðina á, sem er fyr­ir neðan Espigerði á horni Bú­staðavegs og Grens­ás­vegs.

Sam­kvæmt til­lög­unni er gert ráð fyr­ir að þar geti orðið 30 íbúðir í lág­reistri byggð, en í dag er þar aðeins gert ráð fyr­ir 4-6 íbúðum.

Að lok­um er það reit­ur við Vindás og Brekkna­ás í Árbæ. Þar er horft til að fjölga íbúðamagni á áður skil­greind­um reit fyr­ir íbúðabyggð þannig að heim­ilt magn verði 60 íbúðir auk bú­setukjarna fyr­ir fatlaða í stað 20 íbúða áður.

Tryggi aukið fram­boð íbúða á viðráðan­legu verði

Í aug­lýs­ingu vegna til­lög­unn­ar seg­ir að mark­mið breyt­ing­ar­inn­ar sé að tryggja aukið fram­boð íbúðar­hús­næðis í borg­inni í sam­ræmi við meg­in mark­mið hús­næðis­stefnu aðal­skipu­lags­ins og að stuðla að auknu fram­boði íbúða á viðráðan­legu verði.

Þá eigi þetta einnig að stuðla að bættri nýt­ingu svæða inn­an borg­ar­inn­ar og sterk­ari hverf­is­heild­ir.

Drög að til­kynn­ingu voru kynnt íbú­um í júní og svo lögð fram í fram­hald­inu. Tekið er fram í aug­lýs­ing­unni að fram­komn­ar um­sagn­ir leiði að svo stöddu ekki til breyt­inga, ef frá er talið að stækk­un versl­un­ar- og þjón­ustukjarna við Arn­ar­bakka var minnkuð úr 1 hekt­ara í 0,6 hekt­ara.

Ekki all­ir ná­grann­ar sátt­ir

Í at­huga­semd­um sem hafa borist vegna aug­lýs­ing­ar­inn­ar gera íbú­ar í ná­grenni við reit­inn á Háa­leit­is­braut meðal ann­ars at­huga­semd­ir við að grunnt sé niður á klöpp á svæðinu og útséð að sprengja þurfi mikið, sér­stak­lega ef gera eigi ráð fyr­ir bíla­kjall­ara.

Ótt­ast íbú­arn­ir skemmd­ir á hús­næði í ná­grenn­inu vegna þessa. Þá er einnig lýst yfir áhyggj­um af bíla­stæðum á svæðinu, en aðeins er gert ráð fyr­ir bíla­stæðum fyr­ir íbúa í nýja skipu­lag­inu.

Íbúar við Furu­gerði gera einnig at­huga­semd­ir við bíla­stæða- og aðkomu­mál, sem og hvernig verk­tak­ar eigi að at­hafna sig á svæðinu. Þá er að sama skapi lýst áhyggj­um af því að grunnt sé á klöpp og óvissa með trygg­inga­mál vegna fleyg­unn­ar eða spreng­inga.

„Hvar munu íbú­ar getað leitað rétt­ar síns vegna mögu­legra skemmda á hús­um vegna ný­bygg­ing­ar­inn­ar,” er spurt í einni at­huga­semd­inni. Tekið er fram að íbú­ar hafi alltaf vitað að þarna yrði byggt, en að fimm­föld­un á íbúðafjölda sé eitt­hvað sem þeir hafi ekki átt von á.

Heimild: Mbl.is