Home Fréttir Í fréttum „Tekur alltaf marga mánuði að byggja einn svona garð“

„Tekur alltaf marga mánuði að byggja einn svona garð“

326
0
Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót / RÚV
40 þúsund rúmmetra af efni þarf til þess að lengja brimvarnargarðinn í Ólafsvík um 80 metra. Framkvæmdin hefur staðið yfir síðan í vor en nú hillir undir verklok.

Lenging brimvarnargarðsins í Ólafsvík um áttatíu metra, eða eina Hallgrímskirkju og sex metrum betur, verður til þess að auka öryggi við innsiglingu og verja höfnina fyrir veðrum og vindum. Verkið hófst í vor.

<>

„Það gengur alveg ágætlega, það gekk aðeins hægt í vor bara út af veðri og svo var svona ýmislegt en það hefur gengið mjög vel núna í sumar.

Þetta er rosalega mikil vinna og tekur alltaf marga mánuði að byggja einn svona garð, en þetta er á fínu róli núna og vonandi bara fer síðasti steinninn í lok október,“ segir Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ.

Þau eru allt að tólf tonn að þyngd, björgin sem nýtast til verksins, og hagleik þarf til að raða þeim rétt.

„þetta eru 40 til 50 þúsund rúmmetrar sem fara í garðinn og við erum bara svona heppnir hérna að við höfum mjög góða grjótnámu fyrir ofan Rif svo það er tiltölulega stutt að ná í efnið sem skiptir máli þegar kostnaðurinn er heilmikill við svona framkvæmd.“

Heildarkostnaðurinn er um 170 milljónir. Einnig á að dæla upp sandi til þess að dýpka botninn við höfnina í Ólafsvík og Rifi sem kostar 130 til 140 milljónir til viðbótar.

„Þannig við ætlum að dæla því öllu og ná sex og hálfs metra dýpi eins og á að vera.“

Heimild: Ruv.is