Home Fréttir Í fréttum Stærsta útboð Kópa­vogs

Stærsta útboð Kópa­vogs

360
0
Teikn­ing að nýj­um Kárs­nesskóla. Ljós­mynd/​Kópa­vog­ur

Bygg­ing nýs Kárs­nesskóla við Skóla­gerði í Kópa­vogi verður boðin út á næstu vik­um. Þetta seg­ir Mar­grét Friðriks­dótt­ir, formaður menntaráðs Kópa­vogs­bæj­ar.

<>

Til stóð að verkið yrði boðið út í ág­úst en það hef­ur taf­ist lít­il­lega.

„Þetta verk­efni er tölu­vert flókn­ara og ólíkt þeim verk­efn­um sem við erum vön og því tek­ur þetta lengri tíma í und­ir­bún­ingi,“ seg­ir Mar­grét.

Útboðið er það stærsta sem Kópa­vogs­bær hef­ur ráðist í en kostnaðaráætl­un hljóðar upp á 4,5 millj­arða króna.

Ákveðið hef­ur verið að fram­kvæma áhættumat sem felst í að verk­fræðistofa er feng­in til að yf­ir­fara öll útboðsgögn með til­liti til hugs­an­legr­ar áhættu sem gæti komið upp við bygg­ingu.

Ger­ir Mar­grét ráð fyr­ir að það taki um mánuð. Stefnt er að því að nýja bygg­ing­in verði tek­in í gagnið haustið 2023.

Nýja skóla­bygg­ing­in er um margt ný­stár­leg en hún er byggð úr timbri og verður í þokka­bót svans­vottuð.

Verður húsið 5.750 fer­metr­ar og mun hýsa 400 börn, bæði 1.-4. bekk Kárs­nesskóla en einnig leik­skóla. Eldri bekk­ir skól­ans verða eft­ir sem áður í öðru hús­næði við Vall­ar­gerði.

Tvö ár eru síðan gamla bygg­ing Kárs­nesskóla við Skóla­gerði var rif­in, en raki og mygla höfðu um hríð plagað nem­end­ur og kenn­ara og var ástandið metið svo slæmt að hag­kvæm­ara væri að byggja nýj­an skóla en að ráðast í end­ur­bæt­ur.

Eft­ir að hafa um tíma nýtt gaml­ar bæj­ar­skrif­stof­ur Kópa­vogs, var gáma­hús­um komið fyr­ir á lóð skól­ans við Valla­gerði svo hýsa mætti alla nem­end­ur þar til ný skóla­bygg­ing rís.

Gamla skóla­bygg­ing­in var rif­in fyr­ir tveim­ur árum. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Heimild: Mbl.is