Home Fréttir Í fréttum 08.10.2020 Jarðvinna v. Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs Kirkjubæjarklaustri

08.10.2020 Jarðvinna v. Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs Kirkjubæjarklaustri

259
0
Mynd: vatnajokulsthjodgardur.is

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, kynnir opið útboð á framkvæmdum við jarðvinnu og að girða af verksvæði fyrir fyrirhugað hús Gestastofu Vatnajökulsþjóðarðs Kirkjubæjarklaustri. Verkið er undirbúningsframkvæmd vegna byggingar nýrrar Gestastofu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð á Kirkjubæjarklaustri. Um er að ræða gröft fyrir húsi, stígum, þróm og fyllingu undir sökkla húss.

<>

Helstu magntölur eru: 

Girðingar                                                    450 m

Gröftur                                                   14.100 m3

Fyllingar                                                   4.200 m3

Landmótun með uppgröfnu efni                  8.000 m3

Stærð lóðar er u.þ.b. 63.235 m2 og stærð fyrirhugaðs húss er u.þ.b. 765 m2.

Byggingarreiturinn er á lóð í landi Hæðargarðs við Sönghól  sem  liggur meðfram þjóðvegi 1 rétt áður en komið er að Kirkjubæjarklaustri, sunnan við Skaftá. Lóðin er í u.þ.b. tveggja kílómetra fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri.

Reiknað er með því að verkið geti hafist í byrjun október 2020 og verði lokið í byrjun desember.

Nánari upplýsingar varðandi umbang útboðsins er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa Tendsign.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa.