Home Fréttir Í fréttum Tankarnir rísa í Vestmannaeyjum

Tankarnir rísa í Vestmannaeyjum

159
0
Mynd: Eyjafrettir.is

Vinna stendur nú yfir við að reisa fjóra nýja hráefnistanka Ísfélagsins við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins.

<>

Tankarnir komu til landsins um miðjan mánuðinn.

Tönkunum er ætlað að flýta fyrir löndun á loðnuvertíð til þess að unnt sé að koma skipum aftur til veiða sem fyrst.

Það er Jáverk sem annast það að koma tönkunum á sinn stað. Ljóst er að tilkoma tankanna kemur til með að setja svip sinn á hafnarsvæðið.

Þeir sem hafa áhuga á því að fylgjast með framkvæmdinni geta gert það í gegnum vefmyndavél Geisla sem staðsett er á húsnæðinu við Ægisgötu 2.

Heimild: Eyjafrettir.is