Home Fréttir Í fréttum Eina leiðin til að losna við myglu er að rífa skólahús

Eina leiðin til að losna við myglu er að rífa skólahús

158
0
Mynd: Reykjavíkurborg - Aðsend mynd
Rífa þyrfti Fossvogsskóla og byggja nýjan. Viðamiklar framkvæmdir í sumar hafi ekki komið í veg fyrir myglu í húsinu.

Þetta hefur Fréttablaðið eftir Valgerði Sigurðardóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í dag.

<>

Hún segir að húsnæði skólans sé ónýtt. Miklar framkvæmdir voru við skólahúsið í sumar í þeim tilgangi að tryggja loftgæði en foreldrar barna við skólann hafa lýst einkennum sem stafa af myglu.

Foreldrarnir nefna höfuðverkjarköst, óútskýrð útbrot og annað af því tagi. Haft er eftir foreldri barns að búið sé að útiloka allt annað en myglu. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir finni barnið enn fyrir einkennum í húsinu.

illa hafi gengið að fá svör frá skólanum. „Það vill enginn svara hvað var gert eða neitt í þá veruna.“

Nú er beðið eftir lokaúttektarskýrslu á framkvæmdum sumarsins sem kostuðu tæpan hálfan milljarð króna.

Heimild: Ruv.is