Home Fréttir Í fréttum Dæl­ir upp fimm­tíu þúsund rúm­metr­um

Dæl­ir upp fimm­tíu þúsund rúm­metr­um

166
0
Sand­dælu­skipið Dísa að störf­um í Ólafs­vík. mbl.is/​Al­fons Finns­son

Sand­dælu­skiptið Dísa er þessa dag­ana að dýpka í Ólafs­vík­ur­höfn.

<>

Björn Arn­alds hafn­ar­stjóri seg­ir að dælt verði um fimm­tíu þúsund rúm­metr­um úr inn­sigl­ing­unni og inn­an hafn­ar, auk þess sem dæla á um tíu þúsund rúm­metr­um upp í fyll­ingu við norðurg­arð hafn­ar­inn­ar.

Sandi dælt í upp­fyll­ing­una. mbl.is/​Al­fons Finns­son

Þegar þessu verki er lokið mun Dísa halda til Rifs, þar sem fyr­ir­hugað er að skipið dæli upp um átta­tíu þúsund rúm­metr­um, sömu­leiðis við inn­sigl­ingu þar og inn­an hafn­ar.

Aðspurður seg­ir Björn að fram­kvæmd­irn­ar muni sam­tals kosta um 130 til 140 millj­ón­ir króna. Stefnt er að því að þeim verði lokið fyr­ir ára­mót.

Heimild: Mbl.is