Home Fréttir Í fréttum Hyggj­ast rífa hús hannað af Sig­valda

Hyggj­ast rífa hús hannað af Sig­valda

232
0
Hús hannað af Sig­valda Thor­d­ar­son. Mynd: Mbl.is

Til stend­ur að rífa hús í Hafn­ar­byggð 16 á Vopnafirði sem hannað var af Sig­valda Thor­d­ar­son arki­tekt. Samþykkt var deili­skipu­lags­breyt­ing þess efn­is á sveit­ar­stjórn­ar­fundi ný­verið.

<>

Full­trú­ar minni­hluta úr Sam­fylk­ingu settu sig upp á móti breyt­ing­unni í bók­un og vilja að hús­inu sé fengið nýtt hlut­verk í ljósi þess að um menn­ing­ar­verðmæti sé að ræða þar sem bygg­ing­in sé „menn­ing­ar­varða um horf­inn lista­mann“.

Fimm manna meiri­hluti Fram­sókn­ar­flokks og Ð-lista Betra Sig­túns samþykkti breyt­ing­arn­ar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Húsið stend­ur á svæði þar sem Brim hef­ur starf­semi og er talið hafa áhrif á aðkomu starfs­manna að vinnustaðnum.

Heimild: Mbl.is