Home Fréttir Í fréttum Lúxusíbúðir metnar á 13 milljarða

Lúxusíbúðir metnar á 13 milljarða

194
0
Nokkrar tveggja hæða íbúðir á efstu hæðum byggingarinnar eru bæði með útsýni yfir Hörpuna og yfir garð sem tilheyrir Austurhöfn. Aðsend mynd

Uppsett verð þeirra ríflega 70 lúxusíbúða við Austurhöfn nemur alls 13 milljörðum króna, meðalfermetraverð er tæplega 1,2 milljónir.

<>

Þær ríflega 70 lúxusíbúðir sem eru komnar til sölu við Austurhöfn í miðbæ Reykjavíkur eru metnar á þrettán milljarða króna, miðað við uppsett verð. Meðalfermetraverð, af þeim íbúðum sem verð er gefið upp, nemur tæplega 1,2 milljónum króna.

Þetta má sjá út frá íbúðalista sem er á heimasíðu félagsins en verð fyrir íbúðir á sjöttu hæð er ekki uppgefið.

Til þess að reikna heildarverðmæti íbúðanna gerir Viðskiptablaðið ráð fyrir meðalfermetraverði á þeim íbúðum sem verð er gefið upp.

Uppsett verð íbúðanna er á bilinu 59 milljónir króna til 345 milljónir og er fermetraverð ódýrustu eignarinnar tæplega 1,2 milljónir króna en ríflega 1,6 milljónir hjá dýrustu eigninni.

Tæplega helmingur íbúðanna er á bilinu 170-360 fermetrar, 34% af íbúðunum á bilinu 100-150 fm. og um 20% á bilinu 50-100 fm.

Samkvæmt ársreikningi Austurhafnar ehf. fyrir árið 2018 nema heildareignir félagsins ríflega 6,8 milljörðum króna.

Skuldir þess nema alls 5,6 milljörðum og eigið fé 1,2 milljörðum.

Eiginfjárhlutfall félagsins var í lok ársins 2018 var 18,2%. Apartnor ehf. á tæplega 80% hlut og Arion banki á tæplega 20% hlut í félaginu.

Heimild: Vb.is