Home Fréttir Í fréttum Slapp ómeidd­ur þegar kran­inn fór á hliðina

Slapp ómeidd­ur þegar kran­inn fór á hliðina

262
0
Slökkvilið Ak­ur­eyr­ar var kallað út vegna kran­ans. Mynd: mbl.is/Þ​or­geir

Stór slippkrani fór á hliðina í slippn­um á Ak­ur­eyri í dag. Slökkvilið var kallað út vegna at­viks­ins, en tals­verðar skemmd­ir urðu á kran­an­um og skúr og viðlegukanti við hann.

<>

Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á Ak­ur­eyri var stjórn­andi kran­ans í hon­um þegar hann fór á hliðina. „Kran­inn skemmd­ist en maður­inn sem var í hon­um gekk ómeidd­ur frá, hann hef­ur sloppið mjög vel,“ seg­ir varðstjóri.

At­vikið verður skoðað af Vinnu­eft­ir­lit­inu.

Mynd: mbl.is/Þ​or­geir

Ekki ligg­ur fyr­ir hvað olli því að kran­inn fór á hliðina.

„Hann var að hífa farg, við vit­um ekki ná­kvæm­lega hvað gerðist. Hann byrjaði að síga og þá reyndi hann að bjarga því sem bjargað varð, en kran­inn bara vann ekki hraðar,“ seg­ir varðstjóri.

Heimild: Mbl.is