Home Fréttir Í fréttum Vinna að nýj­um spít­ala

Vinna að nýj­um spít­ala

229
0
Í lok ág­úst­mánaðar voru opnuð til­boð vegna bygg­ing­ar meðferðar­kjarna nýs Land­spít­ala. Ljós­mynd/​Ari Þor­leifs­son

Gunn­ar Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Nýs Land­spít­ala, seg­ir að upp­bygg­ing nýs hús­næðis við Hring­braut sé á fullri ferð.

<>

Stefnt er að því að upp­steypa á meðferðar­kjarn­an­um, stærsta hús­inu, hefjst inn­an tíðar að sögn Gunn­ars.

„Það gætu verið allt að átta vik­ur í það þar sem yf­ir­ferð er í gangi.“

Á annað hundrað hönnuða og verk­efn­is­stjóra eru við störf á hverj­um degi í hönn­un­ar- og und­ir­bún­ings­verk­efn­um, að sögn Gunn­ars, en ÍAV er einnig á loka­stigi við frá­gang lóðaverk­efn­is og hellu­lagn­ingu.

Fljót­lega komi nýr jarðvinnu­verktaki inn á svæðið, til þess að full­vinna frá­gang vinnu­búðareits­ins.

„Nú er staðan þannig að það hafa verið í gangi fjöl­mörg útboð tengd upp­bygg­ingu á svæðinu,“ seg­ir Gunn­ar í um­fjöll­un um þess­ar fram­kvæmd­ir í Morgn­blaðinu í dag.

Flest útboðanna hafi verið opnuð í lok ág­úst­mánaðar og í byrj­un sept­em­ber­mánaðar en yf­ir­ferðar­tími stend­ur nú yfir og tek­ur síðan við kæru­frest­ur.

Heimild: Mbl.is