Verkið felst í byggingu Hörgárdalsvegar á um 3,7 km löngum kafla ásamt byggingu nýrra heimreiða að fjórum bæjum, samtals um 1,3 km löngum. Innifalið í verkinu er einnig bygging tveggja brúa, á Ytri Tunguá sem verður 11 m löng og á Syðri Tunguá sem verður 9 m löng.
Vegur
Helstu magntölur eru:
- -Fylling úr námum 49 200 m3
- – Fláafleygar úr skeringum og námum 9 500 m3
- – Ræsalögn 266 m
- – Styrktarlag 18 500 m3
- – Burðarlag 5 530 m3
- – Tvöföld klæðing 24 700 m2
- – Rofvörn 460 m3
- – Vegrið 640 m
- – Frágangur fláa 67 000 m2
Brú á Ytri Tunguá:
Helstu magntölur eru:
- – Grjótvörn 360 m3
- – Gröftur 270 m3
- – Fylling 850 m3
- – Mótafletir 523 m2
- – Steypustyrktarjárn 22,2 tonn
- – Steypa 196 m3
- – Vegrið á brú 20 m
Brú á Syðri Tunguá
Helstu magntölur eru:
- – Grjótvörn 360 m3
- – Gröftur 270 m3
- – Fylling 785 m3
- – Mótafletir 508 m2
- – Steypustyrktarjárn 20 tonn
- – Steypa 174 m3
- – Vegrið á brú 16 m
Vinnu við útlögn klæðingar skal lokið fyrir 1. september 2021
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. október 2021.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 14. september 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 29. september 2020.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.