Home Fréttir Í fréttum Opna von­andi í vor

Opna von­andi í vor

247
0
Það stytt­ist í að gest­ir geti baðað sig í Sky Lagoon á Kárs­nesi.

Von­ir standa til þess að Sky Lagoon, baðlón vest­ast á Kárs­nesi, verði opnað næsta vor en fram­kvæmd­ir hafa gengið hraðar en gert var ráð fyr­ir.

<>

Starfs­menn baðlóns­ins verða á annað hundrað.

„Fram­kvæmd­ir ganga mjög vel og í raun má segja að sök­um kór­ónu­veirunn­ar gangi þær hraðar en við áætluðum.

Núna erum við í kappi við tím­ann að reyna að klára sem mest af úti­vinn­unni,“ seg­ir Dagný Hrönn Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sky Lagoon.

„Næsta vor er teygj­an­legt hug­tak og við sjá­um til hvort við opn­um snemma eða seint á því tíma­bili. Það verður að taka mið af um­hverf­inu.

Við erum hins veg­ar hvergi bang­in og erum með fót­inn á bens­ín­gjöf­inni en þó þannig að við séum skyn­söm,“ seg­ir Dagný í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Hún hef­ur tals­verða reynslu af rekstri baðlóna en hún var fram­kvæmda­stjóri Bláa lóns­ins í um tíu ár.

Að henn­ar sögn er gríðarlega mik­il­vægt að horfa til lengri tíma þegar ráðist er í fjár­frek­ar fram­kvæmd­ir.

Heimild: Mbl.is