Home Fréttir Í fréttum 14.09.2020 Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins. Skálafell – Vélaskemma 1. áfangi

14.09.2020 Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins. Skálafell – Vélaskemma 1. áfangi

306
0
Skálafell Mynd: Reykjavíkurborg

F.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Skálafell – Vélaskemma 1. áfangi. útboð nr. 14908

Viðsemjandi skal útvega og setja upp nýja 252 m2 vélaskemmu sem notuð verður sem geymsla undir snjótroðara og önnur tæki á skíðasvæðinu.

Skemman verður uppbyggð úr stálgrind og klædd samlokueiningum. Viðsemjandi skal einnig grafa fyrir undirstöðum, steypa þær, fylla inn í grunninn og leggja grunnlagnir og gönguhurðir.

Botnplata, lagnir, raflagnir (annað en það sem tilheyrir sökklum) og vöruhurðir eru ekki hluti af útboði þessu.

Útboð þetta er ekki skipt upp í hluta.

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 9:00, þann 27. ágúst 2020 á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is 

Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.

Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:30 þann 14. september 2020.