Home Fréttir Í fréttum Ligg­ur und­ir skemmd­um

Ligg­ur und­ir skemmd­um

208
0
Guðjón teiknaði lækn­is­bú­staðinn á Víf­ils­stöðum. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Gamli yf­ir­lækn­is­bú­staður­inn á Víf­ils­stöðum ligg­ur und­ir skemmd­um. Hann var reist­ur vet­ur­inn 1919 til 1920 eft­ir teikn­ing­um Guðjóns Samú­els­son­ar, sem þá hafði ný­lokið námi í húsa­gerðarlist í Dan­mörku.

<>

„Mér ofbýður sú hörm­ung sem þar blas­ir við þegar litið er til þessa góða húss sem Guðjón Samú­els­son teiknaði af snilld sinni. Það er að grotna niður. […]

Það var sagt að Íslend­ing­ar hefðu stund­um étið eitt­hvað af skinn­hand­rit­um sín­um.

Það er hægt að fyr­ir­gefa þeim það – þeir voru hungraðir. En þeir menn sem höndla um lækna­bú­staðinn eru ekki svang­ir og því er skömm þeirra enn meiri fyr­ir sinnu­leysið,“ sagði Hrafn­kell Helga­son, síðasti yf­ir­lækn­ir Víf­ilsstaða, á hundrað ára af­mæli þeirra árið 2010.

Fjallað er um yf­ir­lækn­is­bú­staðinn og ástand hans í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is