Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Akraneskaupstaður, uppbygging göngustíga við Krókalón

Opnun útboðs: Akraneskaupstaður, uppbygging göngustíga við Krókalón

370
0
Mynd: Skagafréttir.is

Akraneskaupstaður óskaði nýverið eftir tilboðum í verkefni sem tengist uppbyggingu göngustíga meðfram strandlengjunni við Krókalón.

<>

Þrjú tilboð bárust en kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var tæplega 26,2 milljónir kr.

Eins og áður segir bárust þrjú tilboð í verkefnið og voru þau öll talsvert yfir kostnaðaráætlun.

Skóflan hf. átti lægst tilboðið sem var tæplega 6,6 milljónum kr. yfir áætlun.

Skóflan hf.,                          32.860.000 kr.
Íslandsgámar ehf.,                51.934.840 kr
Þróttur ehf.,                         35.471.700 kr.

Kostnaðaráætlunin var upp á 26.146.000 kr.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á síðasta fundi sínum að fela sviðstjóra að semja við lægstbjóðanda.

Heimild: Skagafréttir.is