Home Fréttir Í fréttum Stefna á að reisa 76 herbergja hótel í Stykkishólmi

Stefna á að reisa 76 herbergja hótel í Stykkishólmi

415
0

Hólmurinn ehf. hefur hug á að reisa 76 herbergja hótel í húsnæði sem nú er veiðafærageymsla sjávarútvegsfyrirtækisins Agustson ehf. við Nesjaveg 2. Í húsinu var áður Trésmiðja Stykkishólms.

<>

Hólmurinn, sem seldi Eimskipi Sæferðir í vor, á í viðræðum við Augustson um kaup á húsnæðinu. „Úr því það var verið að selja Sæferðir varð að gera eitthvað í staðinn. Það er ekki bara hægt að sitja og horfa út í loftið,“ segir Siggeir Pétursson, einn eigenda Hólmsins. Áformin voru kynnt í bæjarstjórn Stykkishólms fyrir helgi. Stefnt er að því að senda inn formlegt erindi vegna hótelbyggingarinnar í vikunni.

„Við vildum vita hvernig bæjaryfirvöld myndu taka í þetta því það er nærri annað hvert hús að verða að heimagistingu,“ segir Siggeir. Hann segir marga ferðamenn heimsækja Stykkishólm árlega. Siggeir segir stefnt að því að hótelið verði með tveggja manna herbergjum og einföldum veitingastað á jarðhæð.

Heimild: Vísir.is