Home Fréttir Í fréttum Nýr Kársnesskóli fyrsta Svansvottaða skólabyggingin

Nýr Kársnesskóli fyrsta Svansvottaða skólabyggingin

339
0
Kárs­nesskóli Taka á nýja skól­ann í notk­un haustið 2023, en hann verður byggður úr timb­urein­ing­um. — Tölvu­mynd/​Batte­ríið
Stefnt er að því að nýr Kársnesskóli, sem reistur verður á lóð eldra húss sem rifið var vegna raka og myglu, verði fyrsta skólabygging landsins sem fær Svansvottun.
Framkvæmdum á að ljúka eftir tæp þrjú ár.

Í febrúar 2017 var ákveðið að rýma gamla skólahús Kársnesskóla við Skólagerði, eftir að miklar rakaskemmdir og mygla fundust í húsinu.

<>

Þegar húsið hafði staðið autt í rúmt ár var boðin út hönnun á nýjum skóla og í október 2018 var hafist handa við að rífa gömlu byggingunna.

Lóðin hefur staðið auð út í um eitt og hálft ár síðan gamla skólabyggingin var rifin. Íþróttahúsið stendur þó enn og mun áfram sinna hlutverki sínu við hlið nýs skólahúsnæðis, sem á að hýsa yngstu deildir grunnskólans auk nýs leikskóla.

Eftir að eldra húsið var rýmt var húsnæðisvandi Kársnesskóla leystur með lausum kennslustofum. Þeim var komið var fyrir á lóð skólans við Vallargerði og sinna hlutverki sínu áfram þar til nýtt skólahús verður tekið í notkun.

Samkvæmt teikningum frá arkitektastofunni Batteríinu af skólanum er gert ráð fyrir að skólinn verði tæpir sex þúsund fermetrar.

Upphaflega stóð til að reisa hefðbundið, steypt hús, en eftir að forhönnun lauk kom fram tillaga um að byggja skólann úr timbureiningum og að hann yrði Svansvottaður. Þetta yrði með því fyrsti skóli landsins sem fær slíka vottun.

Kópavogsbær leggur rúma 3,6 milljarða króna til byggingar skólans til ársins 2023. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að heildarframkvæmdin kosti rúma fjóra milljarða.

Þá hefur bærinn hafnað kröfu verkfræðistofunnar sem bauð lægst í verkið um greiðslu viðbótarkostnaðar vegna hönnunar hússins. Ekki er þó talið að það muni tefja framkvæmdirnar, en áætluð verklok eru í maí 2023.

Heimild: Ruv.is