Home Fréttir Í fréttum Samið um 60 rýma hjúkr­un­ar­heim­ili í Reykja­nes­bæ

Samið um 60 rýma hjúkr­un­ar­heim­ili í Reykja­nes­bæ

148
0
Mynd: mbl.is/​Sig­urður Bogi

Samið hef­ur verið um bygg­ingu nýs 60 rýma hjúkrun­ar­heim­il­is í Reykja­nes­bæ. Svandís Svavars­dóttir heil­brigðisráðherra og Kjart­an Már Kjart­ans­son bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, und­ir­rituðu fyr­ir nokkru samn­ing um nýtt 60 rýma hjúkrun­ar­heim­ili.

<>

Gert er ráð fyr­ir að heim­ilið verði tekið í notk­un um mitt ár 2023.

„Þessi stækk­un er stórt skref fyr­ir okk­ur Suður­nesja­menn, enda þörfin á fleiri hjúkrun­ar­rýmum brýn. Þetta ár verður nýtt til und­ir­búnings á fram­kvæmd­inni og 2. júlí síðastliðinn var til dæm­is farið yfir til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi og hún send áfram til Skipu­lags­stofn­un­ar til end­an­legr­ar af­greiðslu.

Við ger­um ráð fyr­ir að fram­kvæmd­irn­ar hefj­ist af full­um krafti á næsta ári og að heim­ilið verði svo tekið í notk­un um mitt ár 2023, seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, í frétta­til­kynn­ingu.

Nýbygg­ing­in mun rísa við hlið núver­andi hjúkrun­ar­heiml­is á Nes­völlum og verður sam­tengd því í sam­ræmi við áhersl­ur Reykja­nes­bæj­ar.

Með til­komu heim­il­is­ins fjölgar hjúkrun­ar­rýmum í bæj­ar­félag­inu um 30, en hin 30 rýmin koma í stað þeirr­ar rýma sem nú eru í notk­un hjúkrun­ar­heim­il­inu á Hlévangi, en því verður þá lokað.

„Þetta er gleðidag­ur sem mark­ar upp­hafið að stórri og mik­il­vægri fram­kvæmd fyr­ir íbúa á þessu svæði. Hjúkrun­ar­rýmum fjölgar um­tals­vert með þess­ari fram­kvæmd sem er mik­il­vægt.

Þá er ekki síður gott til þess að vita að hér verður aðstaða sem stenst kröfur um aðbúnað eins og best verður á kosið, bæði fyr­ir íbúa og starfs­fólk,“ seg­ir Svandís Svavars­dóttir heil­brigðisráðherra, í frétta­til­kynn­ingu.

Áætluð stærð nýja hjúkrun­ar­heim­il­is­ins er um 3900 fer­metr­ar og áætlaður fram­kvæmd­ar­kostnaður er um 2.435 milljónir króna. Sam­kvæmt samn­ingn­um er fram­kvæmd­in á höndum sveit­ar­félags­ins.

Reykja­nes­bær ann­ast fjármögnun fram­kvæmda­kostnaðar en heil­brigðisráðuneytið greiðir sveit­ar­félag­inu 85% kostnaðar­ins á árun­um 2020-2023 í sam­ræmi við fram­vindu verks­ins. Sveit­ar­félagið mun greiða 15% af fram­kvæmda­kostnaði.

Heimild: Mbl.is