Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir hafnar við Reykjaheiðarveg á Húsavík

Framkvæmdir hafnar við Reykjaheiðarveg á Húsavík

220
0
Mynd: 640.is / Hafþór Hreiðarsson

Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun veitulagna og yfirborðsfrágang Reykjaheiðar-vegar.

<>

Á heimasíðu Norðurþings segir að verksvæðið sem undirlagt verður vegna framkvæmdarinnar teygir sig frá norðurenda Brávalla í vestri að Tungu við austurenda Reykjaheiðar-vegar.

“Vegna framkvæmdanna eru íbúar og aðrir sem nauðsynlega eiga leið um svæðið, beðnir um að sýna varúð.

Einnig eru íbúar á og við verksvæðið beðnir um að sýna umburðarlyndi og þolinmæði, en ekki er ólíklegt að ónæði geti orðið vegna framkvæmdanna.

Höfðavélar ehf eru aðalverktaki verksins, en þeir hafa í gegnum tíðina sannað ágæti sitt og sinnt fjölmörgum verkefnum á vegum Norðurþings, bæði stórum og smáum og með góðum árangri.

Undirverktakar Höfðavéla ehf í þessu verkefni eru Vermir ehf sem sjá um veituhluta framkvæmdarinnar samhliða Orkuveitu Húsavíkur ohf, Garðvík ehf, EG Jónasson og Faglausn ehf.” segir á heimasíðu Norðurþings.

Heimild: 640.is