Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdum á ÍR svæði að ljúka

Framkvæmdum á ÍR svæði að ljúka

271
0
Mynd: Reykjavíkurborg

Borgarstjóri Reykjavíkur heimsótti íþróttafélagið ÍR í dag til að fylgjast með gangi framkvæmda á svæðinu.

<>

Þar er risið fjölnota íþróttahús, sem verið er að leggja lokahönd á.

Í byggingunum verður fjölnota íþróttasalur með hálfum knattspyrnuvelli auk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir í vesturenda hússins.

Húsið er 4.326 fermetrar að stærð og hliðarbygging við það 1.260 fermetrar.

Húsið mun breyta allri aðstöðu ÍR-inga til æfinga og keppni.

Ef allt fer samkvæmt áætlun ætti framkvæmdum á heimavelli ÍR að ljúki á þessu ári.

Heimild: Reykjavíkurborg