Home Fréttir Í fréttum Lægsta til­boðið aðeins 11% af áætl­un

Lægsta til­boðið aðeins 11% af áætl­un

1116
0
Mynd: mbl.is/​Hall­ur Már

Til­boð sem opnuð voru ný­lega í verk­efni sem teng­ist upp­bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans við Hring­braut voru öll um­tals­vert und­ir kostnaðaráætl­un.

<>

Lægsta til­boðið var aðeins 11% af áætl­un­inni og það næsta var tæp­lega 28% af áætl­un.

Hæsta boðið var 68% af kostnaðaráætl­un, sem sagt vel und­ir áætl­un, en engu að síður rúm­lega sex falt hærra en lægsta boð.

Um er að ræða útboð Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins á yf­ir­ferð sérupp­drátta fyr­ir meðferðar­kjarna sem verður hluti af nýja Land­spít­al­an­um.

Í heild er fjöldi sér­teikn­inga í meðferðar­kjarn­an­um 4.700 tals­ins og verður unnið í sam­vinnu bygg­ing­ar­full­trú­ann í Reykja­vík og Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un.

Á skoðun­araðil­inn að kanna hvort sérupp­drætt­irn­ir sem lagðir verða fram af hönnuðum séu í sam­ræmi við lög, en meðferðar­kjarn­inn er stærsta bygg­ing á skipu­lags­reit verk­efn­is­ins.

Gunn­ar Svavars­son fram­kvæmda­stjóri Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins Ljós­mynd/​Aðsend

Gunn­ar Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins, seg­ir erfitt að átta sig á af hverju þessi mikli mun­ur sé á milli til­boða. Seg­ir hann þetta í fyrsta skipti sem jafn stórt útboð og vel skil­greint fari fram vegna yf­ir­ferðar á sérupp­drátt­um. „Vel megi vera að til­boðsgjaf­ar renni blint í sjó­inn,“ seg­ir Gunn­ar.

Hann tek­ur þó fram að all­ir aðilar eigi að vera vel meðvitaðir um um­fangið og kröf­urn­ar, enda sé um lokað útboð í kjöl­far for­vals að ræða þar sem hæf­is- og hæfn­is­mál hafi verið met­in.

Spurður hvort hann telji efna­hags­ástandið spila eitt­hvað inn í upp­hæð til­boðanna seg­ir Gunn­ar að hugs­an­lega sé staðan ólík milli mis­mun­andi aðila. „Það er ljóst að sam­drátt­ur hjá þess­um aðilum er veru­leg­ur umliðna mánuði sem gæti end­ur­speglað sig í mik­illi sam­keppni og lág­um verðum.“

Nú tek­ur við yf­ir­ferð til­boðanna og þeirra út­reikn­inga sem þar eru á bak við. Gunn­ar seg­ir að þá komi í ljós hvort um ein­hverj­ar reikn­ings­skekkj­ur sé að ræða, „sem ég á ekki von á,“ bæt­ir hann við.

Til­boð bár­ust frá eft­ir­töld­um aðilum í verkið:
EFLA hf. kr. 34.780.000.
Fer­ill verk­fræðistofa kr. 78.955.300.
Frum­herji hf. kr. 50.196.000.
Hnit verk­fræðistofa hf kr. 85.413.100.
Verkís kr. 13.818.000.
Kostnaðaráætl­un verks­ins er kr. 125.273.659, en öll verð eru án virðis­auka­skatts.

Heimild: Mbl.is