Home Fréttir Í fréttum Ákærð fyr­ir 117 millj­óna skatta­brot v/ verk­taka­fyr­ir­tæk­is

Ákærð fyr­ir 117 millj­óna skatta­brot v/ verk­taka­fyr­ir­tæk­is

423
0
Héraðssak­sókn­ari gef­ur út ákæru í mál­inu. mbl.is/Ó​feig­ur

Karl­maður á fer­tugs­aldri og kona á fimm­tugs­aldri hafa verið ákærð af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir meiri hátt­ar skatta­laga­brot með því að hafa kom­ist hjá því að greiða skatta upp á 117 millj­ón­ir yfir eins og hálfs árs tíma­bil, en þá voru þau stjórn­end­ur verk­taka­fyr­ir­tæk­is.

<>

Sam­kvæmt ákæru máls­ins eru þau ákærð fyr­ir að hafa ekki staðið skil á 10,5 millj­ón­um í virðis­auka­skatt á ár­inu 2017. Þá er kon­an sögð ábyrg fyr­ir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu upp á 61,9 millj­ón­ir á ár­un­um 2016-2017.

Maður­inn er hins veg­ar sagður ábyrg­ur fyr­ir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu upp á 44,9 millj­ón­ir.

Fram kem­ur að maður­inn hafi verið skráður fram­kvæmda­stjóri á tíma­bil­inu, en kon­an dag­leg­ur stjórn­andi og skráður stjórn­ar­maður.

Þau eru jafn­framt ákærð fyr­ir pen­ingaþvætti með því að hafa geymt eða nýtt ávinn­ing af brot­un­um í eig­in þágu eða þágu fé­lags­ins.

Málið var þing­fest á mánu­dag­inn.

Heimild: Mbl.is