Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Nýtt vöru­hús Haga við Korn­g­arða

Nýtt vöru­hús Haga við Korn­g­arða

317
0
Fram­kvæmd­ir standa nú yfir við vöru­húsið. Mynd: mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Hag­ar stefna á að taka nýtt vöru­hús í notk­un í nóv­em­ber á þessu ári. Húsið mun standa við Korn­g­arða í Sunda­höfn og er ætlað að geyma kæli- og frysti­vör­ur fé­lags­ins, en það verður sam­byggt vöru­húsi Ban­ana, dótt­ur­fé­lags Haga, sem er á næstu lóð.

<>

Að því er fram kem­ur í árs­upp­gjöri Haga verður húsið 4.440 fer­metr­ar að stærð og á að spara fé­lag­inu leigu­greiðslur um um það bil 50 millj­ón­ir króna á ári, frá og með næsta rekstr­ar­ári.

Vöru­hús Ban­ana mun stækka um­tals­vert. Mynd: mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Í upp­gjör­inu er einnig bent á að starf­semi vöru­húsa fé­lags­ins hafi verið ein­földuð. Aðföng hafi tekið yfir vöru­hús­a­starf­semi Olís og auk þess rekst­ur Hýs­ing­ar og Ferskra kjötv­ara.

Heimild: Mbl.is