Home Fréttir Í fréttum Tryggvagata mun taka mikl­um breyt­ing­um

Tryggvagata mun taka mikl­um breyt­ing­um

255
0
Bíla­stæðin sunn­an Toll­húss­ins verða af­lögð og í staðinn verður út­búið torg sem ligg­ur vel við sólu. Tölvu­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Sex til­boð bár­ust í end­ur­gerð Tryggvagötu og Naust­anna í Kvos­inni í Reykja­vík. Til­boð voru opnuð 5. maí sl.

<>

Lægsta til­boðið í verkið átti Bjössi ehf., 393 millj­ón­ir króna. Var það 89% af kostnaðaráætl­un, sem var rúm­ar 400 millj­ón­ir.

Næst­lægsta til­boðið átti Grafa og grjót ehf., 397,5 millj­ón­ir króna.

Verið er að yf­ir­fara til­boðin hjá Reykja­vík­ur­borg, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í sum­ar hyggst Reykja­vík­ur­borg vinna áfram að því að fegra og end­ur­gera Tryggvagöt­una. Búið er að gera end­ur­bæt­ur á Bæj­ar­torgi og Stein­bryggju og næst verður haldið áfram til vest­urs að Naust­um.

Svæðinu sunn­an við Toll­húsið verður breytt, bíla­stæði af­lögð og sett upp al­menn­ings­rými. Naust­in verða einnig end­ur­gerð frá Tryggvagötu að Geirs­götu.

Að ári er svo áætlað að vinna síðasta áfang­ann frá Naust­um að Gróf­inni.

Heimild: Mbl.is