Framkvæmdir sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lagði til að farið yrði í við Helguvíkurhöfn hefðu kostað um 235 milljónir á ári frá 2021 til 2025, samtals um 1175 milljónir á fimm árum.
Tillögu ráðherra var hinsvegar hafnað á ráðherrafundi um ríkisfjármál fyrr í mánuðinum.
Hann segir í samtali við mbl.is að framkvæmdirnar hefðu fyrst og fremst snúið að stækkun hafnarinnar, svo hún gæti tekið við stærri skipum, olíuskipum fyrst og fremst.
Heimild: Sudurnes.net