Árið 1901 var hæsta bygging heims ráðhúsið í Philadelphia og var byggingin 167 metrar á hæð.
YouTube-síðan Film Core hefur nú tekið saman þróun hæstu bygginga heims frá því ári.
Árið 1930 var Chrystler byggingin á Manhattan sú hæsta eða um 319 metrar.
Síðar á árinu varð síðan Empire State byggingin í New York sú hæsta eða 381 metrar.
New York borg var heldur betur fyrirferðarmikil í þessum málum á sínum tíma en árið 1971 voru Tvíburaturnarnir kláraðir og voru þeir 417 metrar.
Í dag er turninn Burj Khalifa í Dúbaí hæsta bygging heims eða 828 metrar og var hún byggð árið 2010.
Hér að neðan má sjá alla yfirferðina en um ótal margar byggingar eru um að ræða.
Heimild: Visir.is