Home Fréttir Í fréttum Buðu út stækkun Flateyjarbryggju

Buðu út stækkun Flateyjarbryggju

189
0
Varðskip utan við bryggjuna í Flatey. Ljósm. Landhelgisgæslan.

Reykhólahreppur og Vegagerðin auglýstu nýverið eftir tilboðum í stækkun á ferjubryggjunni í Flatey á Breiðafirði og steypta sjóvörn.

<>

Í verkinu felst stækkun bryggjunnar um 45 m2, staurarekstur, bygging burðarvirkis og klæðning. Samhliða því á að gera við ferjubryggjuna; endurnýja skemmda hluta hennar og steypa sömuleiðis upp um 30 metra langa sjóvörn.

Samkvæmt útboðinu á verkinu að vera lokið eigi síðar en 1. ágúst í sumar.

Heimild: Skessuhorn.is