Home Fréttir Í fréttum Sá eini sem réði við Magnús

Sá eini sem réði við Magnús

367
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson / vb.is

Ýmislegt gekk á í rekstri verktakafyrirtækis Freygarðs Jóhannssonar, sem tekið var til gjaldþrotaskipta nú í janúar.

<>

Verktakafyrirtækið Fashion ehf. – sem áður hét Fashion Group ehf. og Nova Buildings ehf. – var úrskurðað gjaldþrota þann 9. janúar síðastliðinn eftir tæp 13 ár í rekstri. Gjaldþrotaskipti standa enn yfir, en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hlaupa kröfur í búið á hundruðum milljóna.

Freygarður Jóhannsson, eigandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, segir eignir þess duga fyrir öllum kröfum. „Það verður ekki vandamál, félagið á fyrir skuldum.

“ Ástæða gjaldþrotaskiptanna hafi verið lausafjárvandi eftir að ekki fékkst greidd 50 milljóna króna krafa frá varahlutafyrirtækinu Stillingu, en deilt var um verklok þess. „Það gerði útaf við félagið,“ segir hann.

Byggði 20 hús á 13 árum
Fashion Group ehf. var stofnað í mars 2007, en tók ári seinna upp nafnið Nova Buildings og gekk undir því til 2015, þegar því var breytt til baka.

Félagið sérhæfði sig í byggingu stálgrindarhúsa og byggði um 20 hús á sinni tæplega 13 ára ævi. Meðal fyrstu húsa sem félagið byggði var nýtt húsnæði Forlagsins við Fiskislóð 39 sem var opnað árið 2009, og er stærsta bókabúð landsins samkvæmt vefsíðu þess.

Deildi við United Silicon um þakefni
Deilan við Stillingu var þó ekki sú eina sem rataði í fjölmiðla. Í lok árs 2016 sagði DV frá því að Freygarður hefði stefnt kísilfyrirtækinu United Silicon vegna þakefnis sem United Silicon hafði flutt til landsins.

Vildi Magnús Garðarson, stærsti eigandi United Silicon á þeim tíma, meina að þakefnið væri eign annars fyrirtækis í eigu Freygarðs, sem var stofnað árið 2009 sem Fashion Group ehf., eftir að hitt félagið hafði breytt um nafn yfir í Nova Buildings, en var úrskurðað gjaldþrota í maí 2016.

Verktakafyrirtækið, sem það sama ár hafði tekið upp nafnið Fashion Group á ný, hafði séð um hönnun og innflutning stálgrindarhúss United Silicon, og Freygarður hélt því staðfastlega fram að það félag hefði verið kaupandi þakefnisins.

Freygarður sagði á þeim tíma að hann grunaði að málið tengdist kröfu verktakafyrirtækisins um að hluti stálgrindarhússins sem það hafði byggt fyrir verið í Helguvík, yrði ekki afhentur fyrr en greiðsla fyrir byggingarefni þess bærist.

Á sama tíma var uppi deila milli ÍAV og United Silicon, en ÍAV sagði kísilverið skulda sér rúman milljarð.

Höfðað var dómsmál bæði vegna deilu ÍAV og Fashion Group við United Silicon.

Svo fór að lokum að Freygarður keypti nýtt þakefni fyrir húsið í Garðabæ, en fékk greitt að fullu fyrir byggingu stálgrindarhússins. „Við höfðum bara betur í því,“ segir hann um það mál. „Ég var sá eini sem réði við hann.“

Heimild: Vb.is