Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Nýtt íbúðahverfi mun rísa á Álfta­nesi

Nýtt íbúðahverfi mun rísa á Álfta­nesi

614
0
Breiðamýri. Áfang­an­um fagnað og þess gætt að hafa nægt bil milli manna. Ljós­mynd/​Garðabær

Fram­kvæmd­ir við upp­bygg­ingu fjöl- býl­is­húsa­byggðar í Breiðamýri á Álfta­nesi eru komn­ar af stað.

<>

Garðabær hef­ur gert verk­samn­ing við verk­taka­fyr­ir­tækið Loftorku ehf. um gatna­gerðarfram­kvæmd­ir í kjöl­far útboðs sem ný­verið fór fram.

Af því til­efni komu bæj­ar­stjóri, bæj­ar­full­trú­ar og emb­ætt­is­menn á tækni- og um­hverf­is­sviði Garðabæj­ar sam­an á staðnum ásamt full­trú­um verk­tak­ans til að fagna þess­um merka áfanga, seg­ir í frétt á heimasíðu Garðabæj­ar.

Í lok janú­ar voru lóðir við Breiðamýri aug­lýst­ar til sölu og nú standa yfir viðræður við þá aðila sem hafa boðið í all­ar lóðirn­ar.

Sam­kvæmt deili­skipu­lagi munu allt að 252 íbúðir verða byggðar í Breiðamýri við þrjár göt­ur sem hafa hlotið heitið Hesta­mýri, Grá­steins­mýri og Lamba­mýri.

Við hverja götu verða þrjár fjöl­býl­is­húsa­sam­stæður á 2-3 hæðum með íbúðum sem munu all­ar liggja að opn­um græn­um svæðum sem teygja sig inn á milli hús­anna.

Eft­ir miðju svæðinu mun renna læk­ur á milli grunnra sett­jarna þangað sem of­an­vatni verður beint með sjálf­bær­um lausn­um.

Heimild: Mbl.is