Home Fréttir Í fréttum Þor­steinn ráðinn for­stjóri BM Vallár

Þor­steinn ráðinn for­stjóri BM Vallár

284
0
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.

Þorsteinn Víglundsson, sem hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku, mun taka við starfi forstjóra BM Vallár.

<>

Hann starfaði sem framkvæmdastjóri iðnfyrirtækisins á árunum 2002 til 2010.

Þorsteinn greindi frá því í fréttatilkynningu í morgun að hann hefði ákveðið að segja af sér þingmennsku frá og með 14. apríl næstkomandi.

Hann hefði samþykkt að taka að sér verkefni á vettvangi atvinnulífsins og myndi hefja störf síðar í mánuðinum.

„Ég kveð með söknuði allt það góða fólk sem ég hef starfað með á Alþingi á undanförnum árum, bæði þingmenn og ekki síður allt hið hæfileikaríka starfsfólk sem starfar fyrir Alþingi,“ sagði í yfirlýsingu Þorsteins.

Þorsteinn er ekki ókunnugur iðnfyrirtækinu en BM Vallá var lengi vel í eigu eignarhaldsfélaga Víglundar Þorsteinssonar heitins, föður Þorsteins, og fjölskyldu. Starfaði Þorsteinn sem framkvæmdastjóri félagsins á árunum 2002 til 2010.

Þorsteinn hefur setið á þingi fyrir Viðreisn í fjögur ár. Hann var félags-og jafnréttismálaráðherra í ríkisstjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árið 2017.

Áður en hann settist inn á þing var hann framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og þar áður Samtaka álframleiðenda.

BM Vallá er í eigu Eignarhaldsfélagsins Hornsteins sem er í meirihlutaeigu Heidelberg-samstæðunnar, eins stærsta sementsframleiðanda í heimi.

Aðrir hluthafar eru hópur íslenskra fjárfesta og fyrirtækja sem tengjast hérlendum byggingariðnaði.

Heimild: Frettabladid.is