Home Fréttir Í fréttum Setja 4 millj­arða í Isa­via og flýta fram­kvæmd­um

Setja 4 millj­arða í Isa­via og flýta fram­kvæmd­um

124
0
Kefla­vík­ur­flug­völl­ur. Mynd: mbl.is/​Eggert

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur ákveðið að auka við hluta­fé í Isa­via ohf. um 4 millj­arða króna. Þetta var kynnt á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag, en fram­lagið er með því skil­yrði að ráðist verði í innviðaverk­efni á Kefla­vík­ur­flug­velli strax á þessu ári.

<>

Í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu kem­ur fram að ann­ars veg­ar sé um að ræða verk­efni sem fyr­ir­huguð voru á yf­ir­stand­andi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekju­falls sem fé­lagið hef­ur orðið fyr­ir og hins veg­ar flýt­ingu á öðrum mannafla­frek­um fram­kvæmd­um sem fyr­ir­hugaðar voru á ár­un­um eft­ir 2023.

Þá kem­ur fram að áætlaður fjöldi nýrra starfa vegna fram­kvæmd­anna nemi um 50-125 fyr­ir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. „Ákvörðunin er í sam­ræmi við aðgerðir stjórn­valda við að auka við fjár­fest­ing­ar til að vinna gegn sam­drætti í hag­kerf­inu með arðbær­um fjár­fest­ing­um sem auka eft­ir­spurn eft­ir vinnu­afli,” seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Haft er eft­ir Bjarna Bene­dikts­syni fjár­málaráðherra að aðstæður kalli á hraða ákv­arðana­töku. „Síðustu daga höf­um við séð okk­ar svört­ustu spá um at­vinnu­leysi raun­ger­ast sem kall­ar á hraða en jafn­framt upp­lýsta ákv­arðana­töku.“ Seg­ir hann skyn­sam­legt að halda áfram fram­kvæmd­um á flug­vell­in­um til að standa vörð um sam­keppn­is­hæfni Íslands þegar komi að ferðamennsku. „Þess vegna höf­um við tekið ákvörðun um að leggja fé­lag­inu til aukið hluta­fé til að það fái svig­rúm til að ráðast í verk­efni sem hefði að öðrum kosti verið frestað í ljósi aðstæðna.“

Haft er eft­ir Svein­birni Indriðasyni, for­stjóra Isa­via, að fjár­magnið geri fé­lag­inu kleift að fara í verk­efni sem ann­ars hefði ekki verið svig­rúm fyr­ir á þess­ari stundu. „Hún býr ekki ein­göngu til ný störf í fram­kvæmd­un­um sjálf­um held­ur get­um við vegna henn­ar staðið vörð um fjölda starfa inn­an Isa­via.

Inn­spýt­ing­in mun einnig hafa já­kvæð áhrif á Suður­nesj­un­um því marg­ir sem þar búa starfa hjá okk­ur auk þess að til verður fjöldi af­leiddra verk­efna á svæðinu. Þetta er afar mik­il­vægt fyr­ir Isa­via því það mun hjálpa okk­ur við að koma sterk­ari út úr þess­um erfiðu tím­um og gera flug­völl­inn enn sam­keppn­is­hæf­ari til framtíðar.“

Helm­ing­ur fjár­hæðar­inn­ar fer til verk­efna sem tengj­ast hönn­un og það sem eft­ir stend­ur verður nýtt í fram­kvæmd­ir. Miðað er við að viðbótar­fjármögn­un­in muni nýt­ast breiðum hópi fyr­ir­tækja.

Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via.

Þá mun þessi aðgerð opna fyr­ir mögu­leika á frek­ari fram­kvæmd­um á Kefla­vík­ur­flug­velli, fyrr en ella, upp á ríf­lega 3 millj­arða króna. Heild­ar­um­fang fjár­fest­inga sem tengj­ast þess­ari hluta­fjáraukn­ingu get­ur því numið ríf­lega 7 millj­örðum króna yfir tveggja ára tíma­bil.

Heimild: Mbl.is