Home Fréttir Útboð 21.07.2015 Endurbætur á Hringvegi (1) um Heiðarenda, Jökulsá-Heiðarsel

21.07.2015 Endurbætur á Hringvegi (1) um Heiðarenda, Jökulsá-Heiðarsel

90
0

6.7.2015

<>

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í styrkingu og endurbætur á 6,5 km kafla á Hringvegi (1). Kaflinn er frá Jökulsá á Dal að Heiðarseli. Í útboðinu felst m.a. breikkun vegar, lenging ræsa, þurrfræsing og lagning tvöfaldrar klæðingar.

Helstu magntölur eru:

Fylling 10.000 m3
Skering 1.000 m3
Fláafleygar 15.000 m3
Burðarlag 0/22 mm (þ.m.t. efnisvinnsla steinefna) 3.000 m3
Styrktarlag 10.000 m3
Þurrfræsing 44.000 m2
Tvöföld klæðing  (þ.m.t. efnisvinnsla steinefna) 50.000 m2
Frágangur fláa 100.000 m2

Verkið er áfangaskipt og er gert ráð fyrir að breikka veginn að mestu á árinu 2015 og ljúka breikkun vegar, fræsa burðarlag og klæðingu ásamt öðrum verkþáttum að fullu fyrir 1. september 2016.

Útboðsgögnin eru seld hjá  Vegagerðinni Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í  Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 6. júlí 2015. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 21. júlí 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.