7.7.2015
Síðari opnunarfundur þriðjudaginn 7. júlí 2015. Eftirlit með gerð Arnarnesvegar milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar.
Framkvæmdin felst í gerð Arnarnesvegar frá mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut og austur fyrir Fífuhvammsveg, samtals 1.600 m. Á vegkaflanum skal gera þrenn gatnamót og byggja skal tvenn steypt undirgöng. Einnig skal setja upp veglýsingu, gera stíga, landmótun, hljóðvarnir, færslu og endurlögn háspennulagna og stofnlagnar hitaveitu auk ídráttarröra og strengja.
Framkvæmdin er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Kópavogs, Garðabæjar og veitufyrirtækja.
Lesin upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð bjóðenda opnuð.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. | Hæfnismat, stig |
Efla hf., Reykjavík | 25.976.745 | 133,2 | 13.541 | 89 |
Strendingur ehf., Hafnarfirði | 21.614.700 | 110,8 | 9.179 | 87 |
Áætlaður verktakakostnaður | 19.500.000 | 100,0 | 7.064 | |
VSB, verkfræðistofa ehf., Hafnarfirði | 18.197.650 | 93,3 | 5.762 | 92 |
Verkís hf., Reykjavík | 15.142.000 | 77,7 | 2.706 | 94 |
Mannvit hf., Reykjavík | 12.435.550 | 63,8 | 0 | 87 |