6.7.2015
Vegagerðin og Reykjanesbær óska eftir tilboðum í gerð hringtorgs ásamt aðlögun aðliggjandi vega á vegamótum Reykjanesbrautar og Stekks í Reykjanesbæ að hringtorginu.
Helstu magntölur eru:
Skering 5.300 m3
Fylling 5.200 m3
Neðra burðarlag 4.500 m3
Efra burðarlag 2.130 m3
Burðalagsmalbik 6.100 m2
Slitlagsmalbik 7.800 m2
Eyjar með steinlögðu yfirborði 555 m2
Eyjar með túnþökum 3.250 m2
Kantsteinar 570 m
Frágangur fláa 700 m2
Sáning- og áburðardreifing 1.600 m2
Svæði þakin úthagatorfi 3.250 m2
Umferðarmerki og undirstöður 46 stk.
Ljósastaurar 13 stk
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2015.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 7. júlí 2015. Verð útboðsgagna er 6.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 21. júlí 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag