Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Fyrsta bygging Háskólagarða HR senn tilbúin

Fyrsta bygging Háskólagarða HR senn tilbúin

358
0
Skyggnst inn í bygginguna sem komin er lengst meðal þeirra húsa sem munu mynda nýja Háskólagarða HR. Mynd: HR

Stefnt er að því að opna fyrir leigu á nýjum stúdentaíbúðum Háskólans í Reykjavík í byrjun ágúst á þessu ári. Í fyrsta áfanga verða 122 leigueiningar í boði fyrir námsmenn og þrjár íbúðir fyrir kennara.

<>

Þær útleigueiningar sem fyrst verða tilbúnar eru einstaklingsherbergi með sameiginlegu eldhúsi, einstaklingsíbúðir, paraíbúðir og fjölskylduíbúðir.

Einstaklingsherbergin eru fullinnréttuð og í sameiginlegu eldhúsi verða öll nauðsynleg tæki og borðbúnaður. Þráðlaust net verður í öllum rýmum.

Byggingafélag námsmanna, BN, mun hafa umsjón með útleigunni og birta upplýsingar um þá kosti sem standa nemendum til boða á umsóknarvef. Úthlutunarreglur munu jafnframt verða birtar á vefnum hr.is og þar verður greint frá því þegar opnað verður fyrir umsóknir.

Sum herbergjanna njóta útsýnis yfir Esjuna.
Mynd: HR

Næsti áfangi tilbúinn 2021

Bygging sambærilegs húss með 130 útleigueiningum fyrir stúdenta og þremur íbúðum fyrir kennara, er þegar hafin. Miðað er við að það hús verði tilbúið til útleigu skólaárið 2021-2022, ef allt gengur samkvæmt áætlun.

Heimild: RU.is