Home Fréttir Í fréttum Sjötíu herbergja lúxushótel í Lóni þarf ekki í umhverfismat

Sjötíu herbergja lúxushótel í Lóni þarf ekki í umhverfismat

175
0
Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla. ÚR SKÝRSLU

Stefnt er að opnun heilsulindar og hótels í landi Svínhóla á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs árið 2022. Hótelkeðjan Six Senses mun sjá um reksturinn.

<>

Hótelið yrði í nágrenni Lónsfjarðar og byggingarmagn er áætlað 20 þúsund fermetrar.

Skipu­lags­stofnun hefur tek­ið ákvörðun um að fyr­ir­hugað hót­el í landi Svín­hóla í Lóni, Sveit­ar­fé­lag­inu Horna­firði, sé ekki lík­legt til að hafa í för með sér umtals­verð umhverf­is­á­hrif og skuli því ekki háð mati á um­hverf­is­á­hrif­um.

Hót­elið yrði miðja vegu milli Djúpa­vogs og Hafnar og því ­tölu­vert frá annarri ferða­þjón­ustu á svæð­inu.

Skipu­lags­stofnun barst í sept­em­ber á síð­asta ári til­kynn­ing frá Alfaland Hotel ehf. um fyr­ir­hug­aða bygg­ingu hót­els­ins og bár­ust frek­ari gögn þar til í febr­ú­ar.

Í grein­ar­gerð kemur fram að eig­endur jarð­ar­innar Svín­hóla ­fyr­ir­hugi upp­bygg­ingu hót­els með blöndu af íbúðum og her­bergj­um.

Um umfangs­mikla fram­kvæmd er að ræða: 70 her­bergi, ýmist í að­al­bygg­ingu eða sér­stökum smá­hýs­um. Gert er ráð fyrir að hót­elið geti hýst 203 ­gesti og að þar starfi 160 manns.

Einnig stendur til að byggja 20 ein­býl­is­hús, hvert um sig 2-5 her­bergi að stærð. Húsin verði seld og að eig­endur geti kos­ið að tengj­ast hót­el­inu sem myndi leigja þau út þegar þau væru ekki nýtt af ­eig­end­um.

Þá er áformað að á svæð­inu verði 1.500 fer­metra heilsu­lind sem ­sam­an­standi af margs­konar aðstöðu, þar á meðal blöndu af gufu­böð­um, heitum og köldum pott­um.

Einnig er gert ráð fyrir starfs­manna­að­stöðu. Sam­an­lagt bygg­ing­ar­magn verður um 20.000 fer­metr­ar. Stefnt er að því að hót­elið verði rekið árið um kring og í frétta­til­kynn­ingu sem fyr­ir­hug­aður rekstr­ar­að­ili sendi frá sér í fyrra er stefnt að opnun árið 2022.

Fram kemur í grein­ar­gerð Alfaland Hotel ehf. að samið hafi verið við Six Senses Hot­els Resorts Spas um rekstur hót­els­ins.

Six Senses hafi ­getið sér gott orð sem hót­el­keðja sem leggi ríka áherslu á sjálf­bærni í bygg­inga­fram­kvæmdum og rekstri.

Hús verði lágreist og að rík áhersla verði á að nýta gæði lands­ins. Allur frá­gangur á að taka mið af umhverf­is­að­stæðum og að ­mann­virki falli vel að umhverf­inu. Til að mynda er stefnt að gróð­ur­klædd­um þökum til að draga úr sjón­rænum áhrif­um.

Eystrahorn við Lón. Mynd: Six Senses

Í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands um til­lög­una kem­ur fram að fram­kvæmd sem geri ráð fyrir að hýsa allt að 360 manns muni hafa í för ­með sér tölu­verða breyt­ingu á umhverf­inu, aukna umferð fólks um svæðið og trufl­un, m.a. ljós­meng­un.

Þótt fyr­ir­hugað sé að halda sjón­rænum áhrifum í lág­marki þá muni svæðið taka stakka­skiptum frá því sem nú er. Mikið bygg­ing­ar­magn þétt við jaðar vernd­ar­svæðis sem auk þess muni breyta hefð­bundnu land­bún­að­ar­landi í ferða­þjón­ustu­svæði muni því hafa marg­vís­leg áhrif.

Hót­elið yrði skammt frá Lóns­firði sem er á nátt­úru­minja­skrá, ­meðal ann­ars sem mik­il­vægur við­komu­staður far­fugla. Hann telst einnig til­ ­mik­il­vægra fugla­svæða á Íslandi. Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands hefur lagt til að Lóns­fjörður verði vernd­aður sér­stak­lega þar sem mikið af fuglum fari þar um vor og haust. Allt að þriðj­ungur íslenska álft­ar­stofns­ins hafi sést þar sam­tím­is.

Ein hugmynd að smáhýsi eða íbúðarhúsi. Mynd: Úr skýrslu

Fram­kvæmda­að­ili segir í svörum sínum við þessu að all­ar ­bygg­ingar verði utan við skil­greint svæði á nátt­úru­minja­skrá sem og fugla­vernd­ar­svæð­i í Lóni. Settar verði kvaðir um tak­mörkun á aðgengi að Lóni á við­kvæm­asta tíma árs­ins ­með til­liti til fugla­lífs.

Í ákvörðun Skipu­lags­stofn­unar segir að fyr­ir­hug­að fram­kvæmda­svæði sé að mestu tún og fram­ræst vot­lendi en í næsta nágrenni við Lóns­fjörð og Hval­nes sem séu á nátt­úru­minja­skrá. Það er mat stofn­un­ar­innar að um nokkuð umfangs­mikla fram­kvæmd sé að ræða og að gera megi ráð fyrir að upp­bygg­ing­in auk fyr­ir­hug­aðar starf­semi komi til með að auka álag á nær­liggj­andi vist­kerf­i, þ.e. vernd­ar­svæðið Lóns­fjörð. „Með hlið­sjón af boð­uðum mót­væg­is­að­gerðum tel­ur ­Skipu­lags­stofnun þó ólík­legt að fyr­ir­huguð fram­kvæmd komi til með að hafa áhrif á vernd­ar­gildi Lóns­fjarð­ar.“

Svona gæti smáhýsin eða íbúðarhúsin litið út.

Að mati Skipu­lags­stofn­unar er enn fremur mögu­legt að útfæra skil­mála í deiliskipu­lagi til að tryggja að bygg­ingar falli vel að umhverfi fjarð­ar­ins. ­Segir stofn­unin afar mik­il­vægt að til­högun verks­ins verði með þeim hætti sem ­boðað hafi verið og telur rétt að binda leyf­is­veit­ingar með skil­yrð­um, m.a. því að haft verði sam­ráð við Minja­vernd vegna forn­leifa sem og við Nátt­úru­fræði­stofn­un og Umhverf­is­stofnun um stýr­ingu ferða­manna við Lón­ið. Þá er bent á að við gerð ­deiliskipu­lags þurfi meðal ann­ars að huga að lýs­ing­ar­hönnun til að draga úr ­ljós­mengun með til­liti til fugla­lífs sem og hönnun göngu­stíga í sama til­gangi.

Að teknu til­liti magra þátta telur Skipu­lags­stofnun ólík­leg­t að fram­kvæmdin komi til með að hafa í för með sér veru­leg óaft­ur­kræf um­hverf­is­á­hrif sem ekki sé hægt að fyr­ir­byggja eða bæta úr með­ ­mót­væg­is­að­gerð­um.

Heimild: Kjarninn.is