Home Fréttir Í fréttum Hefja næsta áfanga á Blönduósi

Hefja næsta áfanga á Blönduósi

196
0
Gagna­ver Etix Everywh­ere Bor­eal­is á Blönduósi. Mynd: Mbl.is

Gagna­vers­fyr­ir­tækið Etix Everywh­ere Bor­eal­is hef­ur verið í um­fangs­mik­illi upp­bygg­ingu á síðustu miss­er­um og lauk fé­lagið fram­kvæmd­um á síðasta ári á Blönduósi og á Fitj­um í Reykja­nes­bæ. Sam­kvæmt sam­tali Morg­un­blaðsins við Björn Brynj­úlfs­son, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, þá reisti fé­lagið sex gagna­vers­bygg­ing­ar á Blönduósi auk skrif­stofu- og aðstöðuhús­næðis, en á meðfylgj­andi mynd má virða fyr­ir sér upp­bygg­ing­una.

<>

Sam­hliða upp­bygg­ing­unni lauk fé­lagið jafn­framt á síðasta ári við um tveggja millj­arða króna fjár­mögn­un vegna henn­ar. Björn seg­ir að fjár­mögn­un­in sé jafn­framt liður í áfram­hald­andi vexti á báðum þeim stöðum þar sem fé­lagið er með starf­semi, og hafi að mestu leyti farið fram í gegn­um er­lenda fjár­festa.

Etix Everywh­ere Bor­eal­is er hluti af alþjóðlega gagna­vers­fyr­ir­tæk­inu Etix Everywh­ere sem hann­ar, bygg­ir og rek­ur gagna­ver í fremstu röð í heim­in­um.

Næsti áfangi haf­inn

Björn seg­ir að und­ir­bún­ing­ur að næsta áfanga á Blönduósi sé nú þegar haf­inn og fyrsta fasa í þeirri upp­bygg­ingu sé nú að ljúka. Þar verði lögð áhersla á gagna­geymslu og of­ur­tölvu­rekst­ur. Hann seg­ir að bæj­ar­fé­lagið sé ákjós­an­leg­ur staður fyr­ir gagna­ver. Svæðið búi við ör­ugga af­hend­ingu orku, jarðfræðileg skil­yrði séu góð og hætt­an á um­hverf­is­vá mjög lít­il.

Fyrst­ir á tveim­ur stöðum

Í kynn­ing­ar­mynd­bandi fyr­ir gagna­verið má sjá að það, sem tók aðeins fjóra mánuði að reisa frá því að fyrsta skóflu­stunga var tek­in og þar til það var full­reist, er m.a. búið full­komnu kæli­kerfi og sömu­leiðis vönduðu eft­ir­lit­s­kerfi all­an sól­ar­hring­inn. Þá kem­ur fram í mynd­band­inu að í gagna­ver­inu séu staðsett­ir tutt­ugu og fimm þúsund miðlar­ar (e. Ser­vers).

Björn seg­ir að Etix Everywh­ere Bor­eal­is hafi á síðasta ári orðið fyrsti stór­not­and­inn sem tengd­ist flutn­ings­kerfi Landsnets á tveim­ur stöðum og hafi einnig gert orku­kaupa­samn­inga við Lands­virkj­un, Orku nátt­úr­unn­ar og HS Orku.

Etix Everywh­ere var ný­lega keypt af Vantage Data Centers sem er leiðandi fyr­ir­tæki í gagna­vers­lausn­um fyr­ir vel þekkt stór alþjóðleg tölvu­fyr­ir­tæki (e. Hy­perscal­ers), skýjaþjón­ustuaðila og alþjóðleg stór­fyr­ir­tæki.

Vanta­ge áform­ar í fram­hald­inu að fjár­festa fyr­ir um tvo millj­arða Banda­ríkja­dala í verk­efn­um í Evr­ópu.

Heimild: Mbl.is