Home Fréttir Í fréttum Vet­ur­inn óvenju­kostnaðarsam­ur fyr­ir RARIK

Vet­ur­inn óvenju­kostnaðarsam­ur fyr­ir RARIK

65
0
Unnið er að viðgerðum víða vegna skemmda sem óveðrið hafði í för með sér. Mynd: Mbl.is

Tjónið sem RARIK varð fyr­ir í óveðrinu á föstu­dag er und­ir hundrað millj­ón­um. Tjónið sem varð í óveðrinu í des­em­ber var um 200 millj­ón­ir og seg­ir Helga Jó­hanns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs hjá RARIK, að vet­ur­inn hafi vissu­lega verið dýr­ari fyr­ir fyr­ir­tækið en vant er.

<>

„Við erum ekki búin að setj­ast niður og reikna kostnaðinn út en við telj­um að tjónið sé und­ir 100 millj­ón­um, hvort það sé tæp­lega 100 eða rúm­lega 50 vit­um við ekki ná­kvæm­lega,“ seg­ir Helga.

Ólíkt venju­leg­um vetri

Tjónið felst helst í brotn­um staur­um og slitn­um lín­um. Spurð hvort vet­ur­inn hafi verið óvenju­kostnaðarsam­ur fyr­ir Rarik seg­ir Helga:

„Já, ég held að við get­um farið að segja það. Þetta er ekki það sem við erum að standa í venju­lega.“

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag verða raf­magnstrufl­an­ir næstu daga og vik­ur vegna viðgerða sem sinna þarf í kjöl­far óveðurs­ins sem gekk yfir landið á föstu­dag. Staðan er einna verst á Suður­landi.

5.600 heim­ili og vinnustaðir urðu raf­magns­laus á svæði Rarik í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, flest­ir á Suður­landi og Suðaust­ur­landi. Lang­flest­ir eru komn­ir með raf­magn aft­ur. Rúm­lega 100 staur­ar brotnuðu og einnig var eitt­hvað um vírslit og slá­ar­brot.

Heimild: Mbl.is