Home Fréttir Í fréttum Sex­tán skóla­lóðir end­ur­gerðar í sum­ar

Sex­tán skóla­lóðir end­ur­gerðar í sum­ar

123
0
Lóð Fella­skóla var tek­in í gegn fyr­ir nokkr­um árum. Mynd: mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son

„Þessi verk eru val­in á grund­velli ástands­mats. Það er farið þangað sem við telj­um mestu þörf­ina fyr­ir hendi,“ seg­ir Ámundi V. Brynj­ólfs­son, skrif­stofu­stjóri fram­kvæmda og viðhalds hjá Reykja­vík­ur­borg.

<>

Á fundi borg­ar­ráðs í vik­unni var lögð fram ósk um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs að bjóða út fram­kvæmd­ir við end­ur­gerð leik- og grunn­skóla­lóða í sum­ar.

Alls er um að ræða end­ur­gerð og ýms­ar lag­fær­ing­ar, til að mynda end­ur­nýj­un leik­tækja, á sex­tán lóðum.

Kostnaðaráætl­un hljóðar upp á 500 millj­ón­ir króna og seg­ir Ámundi að það sé svipað og í fyrra.

Ráðist verður í end­ur­gerð lóða á þrem­ur leik­skól­um; Furu­skógi (1. áfangi af tveim­ur), Garðaborg (1. áfangi af tveim­ur) og Ægis­borg (2. áfangi af tveim­ur). Þrjár grunn­skóla­lóðir verða sömu­leiðis end­ur­gerðar; við Ártúns­skóla (2. áfangi af tveim­ur), Brú­ar­skóla (2. áfangi af þrem­ur) og við Rima­skóla (2. áfangi af tveim­ur).

Þá er einnig gert ráð fyr­ir að farið verði í ýmis smærri verk­efni á eft­ir­far­andi tíu leik­skóla­lóðum: Engja­borg, Fífu­borg, Geislabaugi, Hóla­borg, Kletta­borg, Lang­holti-Sunnu­borg, Litla Holti, Lyng­heim­um, Nesi-Hömr­um og Sól­borg.

Heimild: Mbl.is