Home Fréttir Í fréttum Röð inn­brota í vinnu­vél­ar á Norður­landi

Röð inn­brota í vinnu­vél­ar á Norður­landi

158
0
Um er að ræða mjög dýr­an búnað. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á síðastliðnum tveim­ur vik­um hef­ur í þrígang verið brot­ist inn í vinnu­vél­ar á Norður­landi og úr þeim tek­in dýr stý­ritæki og ann­ar búnaður.

<>

Fyrsta inn­brotið var framið í Skagaf­irði fyr­ir um tveim­ur vik­um, annað inn­brot var svo framið á Ak­ur­eyri í vik­unni og síðasta inn­brotið fór fram í fyrrinótt í Aðal­dal.

Heim­ild­ir mbl.is herma að svart­ur eða dökk­ur jeppi á er­lendu núm­eri teng­ist mál­un­um en Her­mann Karls­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra, seg­ir að of snemmt sé að staðfesta nokkuð slíkt.

Einnig sé óvíst hvort um sé að ræða sama inn­brotsþjóf­inn í öll­um til­vik­um.

Her­mann seg­ir að málið sé í skoðun. „Við erum að reyna að átta okk­ur bet­ur á hlut­un­um.“

Heimild: Mbl.is