Home Fréttir Í fréttum Íslensk kona brjáluð út í ná­granna sína út af skjól­vegg

Íslensk kona brjáluð út í ná­granna sína út af skjól­vegg

423
0
Mynd: Mbl.is

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður/​MBA svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem dreym­ir um að byggja skjól­vegg við pall­inn sinn en íbú­ar blokk­ar­inn­ar vilja ekki leyfa það. Hver er henn­ar rétt­ur?

<>

Góðan dag,

nú hef­ur mig lengi langað að setja upp skjól­vegg í kring­um pall­inn minn. Ég er í fjöl­býli og við höf­um tvær íbúðir á jarðhæð, ég er í ann­arri þeirra. Nú hef ég lesið mér til um regl­ur og lög, en finnst ég lesa úr því að ég megi en megi samt ekki.

2/​10 íbúðum neituðu beiðni minni. Það er skjól­vegg­ur á milli íbúðanna á jarðhæðinni, skjól­vegg­ir yrðu eins. Það er mikið meira en 180 cm í lóðarmörk, jarðíbúð er að aft­an í garði og mun ekki breyta út­liti blokk­ar­inn­ar að fram­an. Sam­kvæmt eign­ar­samn­ingi á ég part­inn á lóðinni hér bak við sem ligg­ur upp við íbúðina mína, hver er minn rétt­ur?

Takk fyr­ir,

Kon­an með pall­inn. 

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður/​MBA rek­ur lög­manns­stof­una Sæv­ar Þór & Partners.

Sæl kona með pall­inn.

Í 7.2.3. gr. bygg­ing­a­reglu­gerðar nr. 112/​2012 er svo mælt að afla skuli bygg­ing­ar­leyf­is m.a. vegna skjól­veggja á lóðum nema fram­kvæmd­in sé und­anþegin bygg­ing­ar­leyfi. Í um­sókn um byggg­ing­ar­leyfi skal t.d. afla samþykk­is meðeig­anda eða annarra aðila eft­ir at­vik­um. Í 2.3.5. gr. reglu­gerðar­inn­ar er hins veg­ar sér­stak­lega kveðið á um svo­kallaðar minni hátt­ar fram­kvæmd­ir sem und­anþegn­ar eru bygg­ing­ar­leyfi. Í f-lið ákvæðis­ins eru nefnd­ar fram­kvæmd­ir sem varða skjól­veggi og girðing­ar á lóð. Hvort hin fyr­ir­hugaða fram­kvæmd sé und­anþegin bygg­ing­ar­leyfi velt­ur á því hvers eðlis viðkom­andi skjól­vegg­ur kem­ur til með að vera en í f-lið fram­an­greinds ákvæðis seg­ir að skjól­vegg­ir og girðing­ar sem eru allt að 1,8 m að hæð og eru ekki nær lóðarmörk­um en 1,8 m séu und­anþegin bygg­ing­ar­leyfi.

Einnig girðing­ar eða skjól­vegg­ir sem eru nær lóðarmörk­um en 1,8 m og eru ekki hærri en sem nem­ur fjar­lægðinni að lóðarmörk­um. Þá seg­ir að lok­um að lóðar­höf­um samliggj­andi lóða er heim­ilt án bygg­ing­ar­leyf­is að reisa girðingu eða skjól­vegg allt að 1,8 m að hæð á lóðarmörk­um, enda leggi þeir fram hjá leyf­is­veit­anda und­ir­ritað sam­komu­lag þeirra um fram­kvæmd­ina. Þannig ber ávallt að afla samþykk­is beggja lóðar­hafa óháð hæð girðing­ar eða skjól­veggs.

Í spurn­ingu þinni er þess getið að sá hluti lóðar sem skjól­vegg­ur­inn verður reist­ur á er í þinni eigu. Al­mennt felst í slíku eign­ar­haldi einka­rétt­ur til af­nota og umráða yfir þeim hluta lóðar­inn­ar sem aðrir verða að hlíta. Hins veg­ar kann að vera nauðsyn­legt að bera fyr­ir­hugaða fram­kvæmd und­ir hús­fund ef fram­kvæmd­in er til þess fall­in að hafa áhrif á út­lit húss­ins og lóðar­inn­ar. Í þínu dæmi virðist vera um minni hátt­ar út­lits­breyt­ingu að ræða, sbr. fram­an­greint er varðar ákvæði bygg­ing­a­reglu­gerðar­inn­ar, og mætti því telja að samþykki ein­falds meiri hluta væri full­nægj­andi, sbr. 3. mgr. 27. gr. fjöleign­ar­húsa­laga.

Kær kveðja,

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður/​MBA

 

Heimild: Mbl.is