Home Fréttir Í fréttum Þak­plötur fjúka á bíla og ljósa­staurar bogna í Reykja­nes­bæ

Þak­plötur fjúka á bíla og ljósa­staurar bogna í Reykja­nes­bæ

192
0
Þakplötur fuku á bíla á Hrannargötu. Mynd/Víkurfréttir

Þakplötur hafa rifnað af húsþökum í Keflavík og ljósastaurar bogna í vindinum. Rigning og rok er í Reykjanesbæ en Víkurfréttir birtu myndband í beinni fyrir tveimur tímum af óveðrinu.

<>

Myndbandið er tekið við Hrannargötu í grennd við höfnina. Þar sjást þakplötur á víð og dreif sem hafa fokið af húsþaki; upp við bíla og á götunni. Ljósastórar hafa bognað í vindinum. Björgunarsveitarbílar og lögreglubílar hafa lokað fyrir umferð við götuna í öryggisskini en líklegt er að fleiri þakplötur gætu losnað.

Þakplöturnar sjást flettast upp á einu húsþakinu og virðast margar vera mjög lausar. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið frá Víkurfréttum.

Rauð viðvörun er í gildi á Reykjanesi og almenningssamgöngur hafa fallið niður að því er fram kemur í Víkurfréttum.

https://www.facebook.com/VikurfrettirEhf/videos/188592152455896/

Heimild: Frettabladid.is